0 Engin vara í körfu
Karfan mín
close
Samtals: 0 kr.
Afgreiðslutímar

Ég bjó þetta til....

Hjá Panduro, draumaverslun föndrarans, ræður sköpunargleðin ríkjum. Gleðin við að skapa eitthvað sjálfur. Ekki af nauðsyn heldur af hreinni þörf og löngun til að skapa eitthvað skemmtilegt í höndunum. Í dag þegar tölvur og tækni er ríkjandi í lífi okkar er enn meiri ástæða að staldra við og eiga gæðastundir við föndurgerð með vinum og fjölskyldu.

Í Panduro finnur þú nánast allt sem þarf til föndurgerðar og er því sannkölluð draumaverslun föndrarans. Þú finnur meðal annars efni fyrir kortagerð, efni til skartgripagerðar, pappírsföndur, málningu, liti, garn og föndur fyrir börnin svo eitthvað sé nefnt. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í versluninni. 

Metnaður Panduro er því að hjálpa þér að átta þig á hvar þinn sköpunarkraftur liggur og fá útrás fyrir sköpunargleðina.

Panduro er leiðandi fyrirtæki á sviði föndurs og hannyrða í Evrópu og rekur í dag 103 verslanir í sex löndum. 

Umboðsaðili Panduro á Íslandi er Egilsson ehf. sem rekur meðal annars verslanir A4 um allt land.

Panduro, draumaverslun föndrarans, er staðsett í Smáralind.